Um Ráðgjafarskólann

Posted by Kári Eythors

ATH. hægt er að stunda grunnnámið í fjarnámi

Um námið
Nám í Ráðgjafarskólanum (stofnaður í september 2004) er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við ráðgjöf á ýmsum sviðum, s.s. á geðsviði, á áfangaheimilum og öldrunarheimilum, fyrir unglinga og fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra.

Markmið Ráðgjafarskóla Íslands er að auk þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum og ráðgjöf og auka gæði þessa starfs með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu. Nám í Ráðgjafarskóla Íslands er því tilvalið fyrir þá sem vinna (eða ætla sér að vinna) að forvörnum og íhlutun (ráðgjöf) á ýmsum sviðum, s.s. sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu og kirkjulegu starfi Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á stuttum tíma sem annars tæki flesta langan tíma.

Kári Eyþórsson MPNLP er skólastjóri Ráðgjafarskólans.

Fyrirkomulag námsins og námsmat
Námið í Ráðgjafarskólanum er alls 150 klukkustundir, 100 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 50 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu. Námstími er u.þ.b. fjórir mánuðir. Þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu jafnframt í fullu starfi á námstímanum er reynt að laga námstímann að þörfum nemenda eins og kostur er. Gerðar eru kröfur um töluvert heimanám á milli kennslustunda.

Námið fer þannig fram að kennt er alla mánudaga kl.18-22 og annan hvern laugardag kl. 9-16.

Námið við skólann er viðurkennt af alþjóðasamtökunum IC&RC (The International Certification & Reciprocity Consortium). Nemendur sem útskrifast úr Ráðgjafarskóla Íslands (Ráðgjafarskólamum) öðlast þar með rétt til þess að sækja um alþjóðlega viðurkenningu (skírteini) sem áfengis- og vímuefnaráðgjafi (Alcohol & Other Drug Abuse Counselor - AODA) frá IC&RC.

Hvað er tekið fyrir í náminu:

  • Grunnþekking á alkóhólisma og fíkn í önnur efni en áfengi.
  • Vinsun, inntaka, meðferðarkynning og mat á skjólstæðingi.
  • Ráðgjöf (einstaklings-, hóp- og fjölskylduráðgjöf) og tækni til inngripa.
  • Meðferðarstjórnun, meðferðaráætlanir, skýrsluhald.
  • Inngripatækni í áföllum, samtalstækni.
  • Forvarnir og fræðsla.
  • Samstarf við aðra fagaðila.
  • Siðfræði, lögfræðileg álitamál, trúnaðarmál.
  • Sérstakir hópar (þjóðerni, menning, kynhneigð, kynferði, alnæmi og fatlanir).
  • Líffræði og efnafræði áfengis og annarra vímuefna (lögleg, ólögleg, sniffefni og nikótín).
  • Sálfræðileg, tilfinningaleg og persónuleg álitamál, þroski skjólstæðinga.
  • Tólf spor, erfðavenjur og heimspeki sjálfshjálparhópa.
  • Einnig: ADHD meðferð, meðvirkni, geðræn vandamál, ofbeldi, tilfinningavandamál og leiðbeiningar um að halda fyrirlestur.
  •  

    Nánari upplýsingar:

    Ráðgjafarskóli Íslands
    Suðurlandsbraut 30, bakhús
    108 Reykjavík

    Netfang: karieythors@gmail.com

    Sími: 894 1492