Framhaldsnám í Ráðgjafarskólanum
Posted by Kári Eythors
Um námið
Nám í Ráðgjafarskólanum (stofnaður í september 2004) er fyrir þá sem starfa við, eða ætla sér að starfa við ráðgjöf á ýmsum sviðum, s.s. á geðsviði, á áfangaheimilum og öldrunarheimilum, fyrir unglinga og fyrir áfengis- og fíkniefnaneytendur og fjölskyldur þeirra.
Markmið Ráðgjafarskóla Íslands er að auk þekkingu þeirra sem starfa að forvörnum og ráðgjöf og auka gæði þessa starfs með því að bjóða upp á skipulagða og skilgreinda fræðslu. Nám í Ráðgjafarskóla Íslands er því tilvalið fyrir þá sem vinna (eða ætla sér að vinna) að forvörnum og íhlutun (ráðgjöf) á ýmsum sviðum, s.s. sveitarfélögum, fyrirtækjum, skólum, félagasamtökum, æskulýðs- og íþróttastarfi, löggæslu, sálgæslu, félagsþjónustu og kirkjulegu starfi Með náminu gefst kostur á að öðlast yfirsýn á stuttum tíma sem annars tæki flesta langan tíma.
Kári Eyþórsson MPNLP er skólastjóri Ráðgjafarskólans.
Fyrirkomulag námsins og námsmat
Framhaldsnámið í Ráðgjafarskólanum er alls 120 klukkustundir og skiptist niður í 80 klukkustundir eru skipulagðar kennslustundir; 40 klukkustundir eru til heimanáms og verkefnavinnu. Námstími er þrír mánuðir. Þar sem gert er ráð fyrir að nemendur séu jafnframt í fullu starfi á námstímanum er reynt að laga námstímann að þörfum nemenda eins og kostur er. Gerðar eru kröfur um töluvert heimanám á milli kennslustunda.
Námið fer þannig fram að kennt er einn föstudag og eina helgi í mánuði. Kennt verður eftir eftirfarandi skipulagi árið 2024.
26. - 28. janúar
23. - 25. febrúar
15. - 17. mars
12. - 14. apríl
Föstudaga er kennt frá 17:00 - 21:00
Laugardaga og Sunnudaga er kennt frá 09:00 - 16:00
Hvað er tekið fyrir í náminu:
Nánari upplýsingar og umsóknir:
Ráðgjafarskóli Íslands
Suðurlandsbraut 30, bakhús
108 Reykjavík
Netfang: karieythors@gmail.com
Sími: 894 1492